Nafnastýring aðgangsstaða
Veldu Valmynd > Stillingar og Tengingar > Stjórnandastill. > APN-
stjórnun.
Með nafnastýringu aðgangsstaða er hægt að takmarka pakkagagnatengingar
tækisins við tiltekna aðgangsstaði.
Þessi stilling er aðeins tiltæk ef SIM-kortið styður aðgangsstaðarþjónustuna.
Til að kveikja eða slökkva á þjónustunni eða breyta leyfðum aðgangsstöðum skaltu
velja Valkostir og samsvarandi valkost. Þú þarft að hafa PIN2-númerið til að breyta
valkostum. Þjónustuveitan gefur upplýsingar um númerið.
18. Leit
Um Leit
Veldu Valmynd > Internet > Leit.
Með Leit (sérþjónusta) er hægt að nota ýmiss konar leitarþjónustu á internetinu, til
dæmis til að finna vefsíður og myndir. Mismunandi er hvaða efni og valkostir eru í
boði.
Ný leit hafin
Veldu Valmynd > Internet > Leit.
Til að leita að efni í tækinu skaltu slá inn leitarorð í leitarreitinn eða skoða
efnisflokkana. Þegar þú slærð inn leitarorðin er niðurstöðunum raðað í flokka.