Nokia 5235 Comes With Music - Fast númeraval

background image

Fast númeraval

Veldu Valmynd > Tengiliðir og Valkostir > SIM-númer > Tengil. í föstu

nr.vali.
Með föstu númeravali er hægt að takmarka símtöl úr tækinu þannig að aðeins sé

hægt að hringja í ákveðin símanúmer. Það styðja ekki öll SIM-kort fast númeraval.

Nánari upplýsingar fást hjá þjónustuveitu.
Þegar öryggisaðgerðir sem takmarka símtöl eru í notkun (svo sem útilokun, lokaður

notendahópur og fast númeraval) kann að vera hægt að hringja í opinbera

neyðarnúmerið sem er forritað í tækið. Útilokun og flutningur símtala getur ekki

verið virkt samtímis.
Nauðsynlegt er að hafa PIN2-númer til að kveikja og slökkva á föstu númeravali og

breyta tengiliðum í föstu númeravali. Þú færð PIN2-númerið hjá þjónustuveitunni.
Veldu Valkostir og svo úr eftirfarandi:
Virkja fast númeraval — Kveikja á föstu númeravali.

Slökkva á föstu nr.vali — Slökkva á föstu númeravali.

Tengiliðir

© 2010 Nokia. Öll réttindi áskilin.

56

background image

Nýr SIM-tengiliður — Sláðu inn símanúmer og nafn tengiliðar sem leyfilegt er

að hringja í.

Bæta við úr Tengiliðum — Afrita tengilið af tengiliðalistanum í listann yfir fast

númeraval.

Til að geta sent textaskilaboð til SIM-tengiliða í föstu númeravali þarftu einnig að

bæta númeri skilaboðamiðstöðvarinnar við listann.

7. Skilaboð

Aðalskjár Skilaboða

Veldu Valmynd > Skilaboð (sérþjónusta).
Til að búa til ný skilaboð velurðu Ný skilaboð.

Ábending: Til að komast hjá því að endurrita skilaboð sem oft eru send skaltu

nota textana í möppunni Sniðmát í Möppurnar mínar. Einnig geturðu búið til

og vistað þín eigin sniðmát.

Skilaboð inniheldur eftirfarandi möppur:

Innhólf — Móttekin skilaboð, fyrir utan tölvupóstskeyti og skilaboð frá

endurvarpa eru geymd hér.

Mínar möppur — Raðaðu skilaboðum í möppur.

Pósthólf — Hægt er að tengjast við ytra pósthólf til að sækja nýjan tölvupóst

og skoða eldri tölvupóst án tengingar.

Drög — Drög að skilaboðum sem hafa ekki verið send.

Sendir hlutir — Síðustu skilaboðin sem voru send, fyrir utan þau sem voru

send um Bluetooth, eru vistuð hér. Hægt er að fækka eða fjölga skilaboðum sem

eru vistuð í þessari möppu.

Úthólf — Skilaboð sem bíða þess að verða send eru vistuð tímabundið í

úthólfinu, t.d. þegar tækið er utan þjónustusvæðis.

Skilatilkynningar — Hægt er að biðja símkerfið að senda skilatilkynningar

fyrir send texta- og margmiðlunarskilaboð (sérþjónusta).