Nokia Ovi Player
Með Nokia Ovi Player er hægt að hlaða niður tónlist frá Ovi Music, flytja tónlist í
tækið úr tölvunni og skipuleggja og flokka tónlistarskrár. Til að hlaða niður Nokia
Ovi Player ferðu á www.ovi.com.
Nettenging er nauðsynleg til að hlaða niður tónlist.
Tónlist hlaðið niður og hún flutt milli tölvunnar og farsímans
1. Opnaðu Nokia Ovi Player í tölvunni. Stofnaðu áskrift eða skráðu þig inn ef þú vilt
hlaða niður tónlist.
2. Tengdu tækið við tölvu með samhæfðri USB-snúru.
3. Veldu Efnisflutningur til að velja tengisnið fyrir tækið.