
Ovi-tónlist
Með Ovi-tónlist er hægt að leita að, skoða og kaupa tónlist til að hlaða niður í tækið.
Ovi-tónlistarþjónustan mun að lokum koma í stað Tónlistarverslunarinnar.
Tónlistarmappa
© 2010 Nokia. Öll réttindi áskilin.
81

Veldu Valmynd > Tónlist > Ovi-tónlist.
Nauðsynlegt er að skrá sig fyrir þjónustunni áður en hægt er að hlaða niður tónlist.
Það að hlaða tónlist getur falið í sér stórar gagnasendingar (sérþjónusta). Hafðu
samband við netþjónustuveituna til að fá frekari upplýsingar um
gagnaflutningsgjöld.
Nauðsynlegt er að hafa gildan netaðgangsstað í tækinu til að geta opnað Ovi-tónlist.
Þú verður e.t.v. beðinn um að velja þann aðgangsstað sem á að nota þegar tengingu
við Ovi-tónlist er komið á.
Veldu aðgangsstaðinn — Veldu Sjálfg. aðgangsstaður.
Mismunandi er hvaða stillingar eru í boði fyrir Ovi-tónlist og hvernig þær líta út.
Stillingar kunna að vera forskilgreindar og ekki hægt að breyta þeim. Þegar þú vafrar
um Ovi-tónlist geturðu hugsanlega breytt stillingunum.
Stillingum Ovi-tónlistar breytt — Veldu Valkostir > Stillingar.
Ovi-tónlist er ekki í boði í öllum löndum eða svæðum.