Aðgerðir á snertiskjá
Banka og tvíbanka
Til að opna forrit eða aðra aðgerð á snertiskjánum smellirðu yfirleitt á skjáinn með
fingri eða skjápenna. En til að opna eftirfarandi atriði þarftu að tvíbanka á þau.
Tækið tekið í notkun
© 2010 Nokia. Öll réttindi áskilin.
24
Mikilvægt: Aðeins skal nota skjápenna sem Nokia samþykkir til notkunar
með þessu tæki. Ef annar skjápenni er notaður getur það ógilt alla ábyrgð á tækinu
og skemmt snertiskjáinn. Forðast skal að rispa snertiskjáinn. Aldrei skal nota penna,
blýant eða aðra oddhvassa hluti til að skrifa á snertiskjáinn.
● Atriði á lista í forriti, svo sem Drög í möppulistanum í Skilaboðum.
Ábending: Þegar listaskjár er opnaður er fyrsta atriðið auðkennt.
Auðkenndi hluturinn er opnaður með því að banka einu sinni á hann.
● Forrit og möppur í valmyndinni þegar listaskjágerðin er notuð
● Skrá á skráarlista, til dæmis mynd á mynda og hreyfimyndaskjá í Galleríinu.
Ef þú bankar einu sinni á skrá eða svipaðan hlut opnast hann ekki heldur verður
hann auðkenndur. Til að sjá tiltæka valkosti fyrir hlutinn skaltu velja Valkostir
eða velja tákn af tækjastiku ef það er í boði.
Velja
Í þessum notendaleiðbeiningum er opnun forrita eða atriða með því að banka á
þau einu sinni eða tvisvar kallað að "velja". Ef velja þarf nokkra hluti í röð eru
valmyndaratriðin sem velja á aðskilin með örvum. Til að velja Valkostir > Hjálp
skaltu smella á Valkostir og síðan á Hjálp.
Draga
Til að draga seturðu fingurinn eða skjápennann á skjáinn og rennir honum yfir
skjáinn. Til að fletta upp eða niður á vefsíðu dregurðu síðuna með fingrinum eða
skjápennanum.
Tækið tekið í notkun
© 2010 Nokia. Öll réttindi áskilin.
25
Strjúka
Til að sveifla rennirðu fingrinum eða pennanum hratt til vinstri eða hægri á
skjánum. Þegar mynd er skoðuð er hægt að skoða næstu eða fyrri mynd með því
að strjúka myndinni til vinstri eða hægri.
Strjúktu yfir til að opna snertiskjáinn — Til að
opna snertiskjáinn án þess að svara símhringingu
skaltu strjúka frá hægri til vinstri. Slökkt er sjálfvirkt
á hringitóninum. Til að svara símhringingu skaltu ýta
á hringitakkann en til að hafna símtali skaltu ýta á
endatakkann.
Strjúktu til að svara símtali. — Til að svara símtali strýkurðu frá vinstri til hægri.
Strjúktu til stöðva vekjaraklukku — Til að stöðva hringingu vekjaraklukku
strýkurðu frá vinstri til hægri. Til að stilla vekjara á blund strýkurðu frá hægri til
vinstri.
Fletta
Til að fletta upp eða niður á lista sem er með flettistiku dregurðu til sleða
flettistikunnar.
Á sumum listaskjáum geturðu flett með því að setja fingurinn eða skjápennann á
atriði á listanum og draga það upp eða niður. Til að fletta gegnum tengiliði seturðu
fingurinn eða skjápennann á tengilið og dregur upp eða niður.
Ábending: Til að skoða stutta lýsingu á tákni seturðu fingurinn eða
skjápennann á það. Ekki eru til lýsingar á öllum táknum.
Baklýsing snertiskjás
Ef skjárinn er ekki notaður í tiltekinn tíma slokknar á bakljósi hans. Til að kveikja á
bakljósinu smellirðu á skjáinn.
Ef snertiskjárinn og takkarnir eru læstir kviknar ekki á ljósinu þótt smellt sé á skjáinn.
Til að taka skjáinn og takkana úr lás skaltu renna lásnum til.
Tækið tekið í notkun
© 2010 Nokia. Öll réttindi áskilin.
26