
Snið
Veldu Valmynd > Stillingar og Eigin stillingar > Snið.
Hægt er að nota snið til að velja og breyta hringitónum, skilaboðatónum og öðrum
tónum fyrir ýmis atriði, umhverfi eða viðmælendahópa. Nafn tiltekna sniðsins er
birt efst á heimaskjánum. Ef almenna sniðið er í notkun sést aðeins dagsetningin.
Til að breyta sniði skaltu fletta að sniðinu og velja Valkostir > Virkja.
Til að sérstilla snið skaltu fletta að sniðinu og velja Valkostir > Sérstillingar. Veldu
þá stillingu sem þú vilt breyta.
Til að sniðið verði virkt á fram að tilteknum tíma næstu 24 klukkustundirnar skaltu
fletta að því, velja Valkostir > Tímastillt og stilla tímann. Þegar sá tími er liðinn
verður fyrra sniðið virkt aftur. Þegar snið er virkt tímabundið birtist á
heimaskjánum. Ekki er hægt að stilla ótengda sniðið á tíma.
Stillingar tækisins sérsniðnar
© 2010 Nokia. Öll réttindi áskilin.
77

Til að búa til nýtt snið velurðu Valkostir > Búa til nýtt.
9. Tónlistarmappa
Tónlistarspilari
Tónlistaspilarinn styður skráarsnið eins og AAC, AAC+, eAAC+, MP3 og WMA.
Tónlistarspilarinn styður þó ekki öll skrársnið eða öll afbrigði skráarsniða.
Einnig er hægt að nota tónlistarspilarann til að hlusta á netvarp. Netvarp er aðferð
við að flytja hljóð- eða myndefni á internetinu með RSS eða Atom-tækni í farsíma
og tölvur.
Lag eða netvarpsatriði spilað
Til að opna Tónlistaspilarann velurðu Valmynd > Tónlist > Tónlistarsp..
Þú gætir þurft að uppfæra tónlistar- og netvarpssöfn eftir að hafa uppfært laga- eða
netvarpsval í tækinu. Til að setja alla tiltæka hluti í safnið velurðu Valkostir >
Uppfæra safn.
Til að spila lag eða netvarpsatriði:
1. Veldu flokka til að leita að laginu eða netvarpsatriðinu sem þú vilt hlusta á.
2. Til að spila efni velurðu það af listanum.
Til að gera hlé á spilun skaltu smella á og til að hefja spilun á ný skaltu smella á
.