Nokia 5235 Comes With Music - Lokað fyrir móttekin eða hringd símtöl

background image

Lokað fyrir móttekin eða hringd símtöl

Stundum viltu setja takmörk á það hvort hægt er að hringja eða svara símtölum í

tækinu. Með útilokun símtala (sérþjónusta) getur þú t.d. takmarkað allar

úthringingar á milli landa eða innhringingar á meðan þú ert í útlöndum.
Veldu Valmynd > Stillingar og Hringistillingar > Útilokanir.
Til að breyta stillingunum þarftu útilokunarlykilorð frá þjónustuveitunni þinni.

Lokað á hringd símtöl

1. Til að koma í veg fyrir hringd símtöl eða millilandasímtöl skaltu velja

Úthringingar eða Millilandasímtöl. Til að loka á millilandasímtöl en leyfa

símtöl innanlands velurðu Símtöl til útlanda fyrir utan heimaland.

2. Veldu Virkja. Útilokanir gilda um öll símtöl, einnig gagnasendingar.

Lokað á móttekin símtöl

1. Til að koma í veg fyrir móttekin símtöl eða millilandasímtöl skaltu velja

Innhringingar eða Móttekin símtöl í reiki.

2. Veldu Virkja.
Þegar öryggisaðgerðir sem takmarka símtöl eru í notkun (svo sem útilokun, lokaður

notendahópur og fast númeraval) kann að vera hægt að hringja í opinbera

neyðarnúmerið sem er forritað í tækið. Útilokun og flutningur símtala getur ekki

verið virkt samtímis.

Stillingar

© 2010 Nokia. Öll réttindi áskilin.

152

background image

22. Úrræðaleit

Til að sjá svör við algengum spurningum um tækið, sjá þjónustusíður fyrir vöruna

á www.nokia.com/support.

Spurning: Hvert er lykilorðið mitt fyrir læsingar-, PIN- eða PUK-

númerin?

Svar: Sjálfgefinn læsingarkóði er 12345. Hafðu samband við söluaðilann ef þú

gleymir læsingarnúmerinu. Ef PIN- eða PUK-númer gleymist eða ef ekki hefur verið

tekið við slíku númeri skal hafa samband við þjónustuveituna. Upplýsingar um

lykilorð fást hjá aðgangsstaðaþjónustu, t.d. netþjónustuveitu eða símafyrirtæki.

Spurning: Hvernig loka ég forriti sem er frosið, þ.e. svarar ekki?

Svar: Haltu valmyndartakkanum inni. Veldu forritstáknið, haltu því inni og veldu

Hætta.

Spurning: Af hverju virðast myndir vera óskýrar?

Svar: Gakktu úr skugga um að hlífðargler myndavélarlinsunnar séu hrein.

Spurning: Hvers vegna eru alltaf upplitaðir eða skærir punktar á

skjánum þegar ég kveiki á tækinu?

Svar: Þetta er einkennandi fyrir þessa gerð af skjám. Á sumum skjám geta verið dílar

eða punktar sem lýsa annaðhvort stöðugt eða alls ekki. Hér er ekki um að ræða galla

heldur eðlilegan hlut.

Spurning: Hvers vegna getur Nokia-tækið mitt ekki komið á GPS-

tengingu?

Svar: Það getur tekið allt frá fáeinum sekúndum upp í nokkrar mínútur að koma á

GPS-tengingu. Það getur tekið lengri tíma að koma á GPS-tengingu í bíl. Sértu

innanhúss skaltu fara út til að ná betra merki. Sértu úti skaltu fara á opnara svæði.

Gættu þess að höndin sé ekki yfir GPS-loftneti tækisins. Slæm veðurskilyrði geta

einnig haft áhrif á sendistyrk. Sum farartæki eru með skyggðum rúðum og ekki er

víst að gervihnattamerki berist í gegnum þær.