Staðsetningarstillingar
Veldu Valmynd > Forrit > Staðsetning og Staðarákvörðun.
Staðsetningaraðferðir
Veldu úr eftirfarandi:
Staðsetning (GPS)
© 2010 Nokia. Öll réttindi áskilin.
108
● Innbyggt GPS — Til að nota innbyggt GPS-móttökutæki tækisins
● GPS með stuðningi — Nota skal A-GPS (Assisted GPS) til að taka á móti
hjálpargögnum frá hjálpargagnamiðlara.
● Bluetooth GPS — Til að nota samhæft GPS-móttökutæki um Bluetooth-
tengingu.
● Samkvæmt símkerfi — Nota skal upplýsingar frá símkerfinu (sérþjónusta).
Staðsetningarmiðlari
Til að tilgreina aðgangsstað og staðsetningarmiðlara fyrir staðsetningu með aðstoð
símkerfis, svo sem A-GPS eða staðsetningar um símkerfi, velurðu Miðlari fyrir
staðarákv.. Þjónustuveitan kann að hafa forstillt staðsetningarmiðlarann og ekki
er víst að þú getir breytt stillingunum.
Auðkennisstillingar
Til að velja hvaða mælikerfi þú vilt nota fyrir hraða og fjarlægðir velurðu
Mælikerfi > Metrakerfi eða Breskt.
Til að tilgreina á hvaða sniði hnitaupplýsingar birtast í tækinu velurðu Hnitasnið
og viðkomandi snið.
16. Kort
Kortayfirlit
Veldu Valmynd > Kort.
Velkomin í Kort.
Kort sýna þér hvað er nálægt, hjálpa þér að skipuleggja leiðina þína og leiðbeina
þér þangað sem þú vilt fara.
● Finndu borgir, götur og þjónustu.
● Fáðu ítarlegar leiðsöguupplýsingar.
● Samstilltu uppáhalds staðina þína og leiðir við Ovi-kort netþjónustuna.
● Skoðaðu veðurspá og aðrar staðbundnar upplýsingar (ef þær eru til staðar).