
Vinum bætt við
Veldu Valkostir > Bjóða vini.
Leitað að vini — Sláðu nafn vinarins inn í viðeigandi leitarreit og veldu leitartáknið.
Ekki er hægt að leita að vini út frá farsímanúmeri hans eða netfangi.
Flett í leitarniðurstöðum — Veldu Næstu niðurstöður eða Fyrri niðurstöður.
Ný leit hafin — Veldu Ný leit.
Ef vinirnir sem þú leitaðir að fundust ekki eru þeir ekki skráðir sem Ovi-notendur
eða hafa kosið að vera ekki sýnilegir þegar leit fer fram. Þegar beðið er um skaltu
senda textaskilaboð til vina þinna og bjóða þeim að taka þátt í Ovi-samskiptum.
Boð um þátttöku í Ovi-samskiptum send — Veldu Velja þjónustu: og
þjónustuna sem þú veist að vinur þinn notar. Sláðu inn notandanafn vinarins og
veldu sendingartáknið.
Skilaboð
© 2010 Nokia. Öll réttindi áskilin.
70

Veldu Valkostir og svo úr eftirfarandi:
● Velja — Til að velja hlut.
● Opna — Til að opna hlut.
● Bjóða sem vini — Til að senda boð til tengiliðarins.
● Sýna snið — Til að skoða notandalýsingu tengiliðarins.
● Endurnýja boð — Til að senda aftur boð um þátttöku í Ovi-samskiptum til vinar
í bið.
● Leita — Til að leita að tengiliðnum, hvers nafn eða annað lykilorð þú slóst inn
í reitinn fyrir leit að vini.
● Breyta texta — Til að klippa, afrita eða líma texta.
Mismunandi getur verið hvaða valkostir eru í boði.