
Svæði búið til eða því breytt
Svæði breytt — Veldu Svæðið mitt.
Svæði vina á Ovi-tengiliðir skoðuð — Veldu vin og Valkostir > Snið.
Svæðið þitt er sýnilegt vinum þínum á Ovi-tengiliðir. Aðeins eftirfarandi
svæðisupplýsingar birtast öðrum notendum Ovi-tengiliða, t.d. þegar leit fer fram:
fornafn og eftirnafn. Til að breyta einkastillingum þínum opnarðu Ovi á tölvunni
þinni og skráir þig inn í Nokia-áskriftina þína.
Skipt um mynd á svæði — Veldu myndina á svæðið, Velja mynd sem fyrir er, og
síðan nýju myndina. Einnig geturðu breytt eða fjarlægt myndina sem notuð er eða
tekið nýja.
Viðveru breytt — Sjálfgefin stilling á viðveru er Er við. Til að breyta viðverunni
velurðu táknið.
Segðu vinum þínum hvað þú ert að gera — Veldu Hvað ertu að gera? og sláðu
texta í reitinn.
Skilaboð
© 2010 Nokia. Öll réttindi áskilin.
69

Sýndu vinum þínum hvaða tónlist þú ert að hlusta á — Veldu Í spilun. Til að
þetta sé hægt þarftu að heimila að upplýsingar um það sem er í spilun séu samnýttar
í viðverustillingunum.
Persónuupplýsingum breytt — Veldu reit og sláðu inn texta.
Í Svæðið mitt velurðu Valkostir og úr eftirfarandi:
● Breyta — Til að klippa, afrita eða líma texta.
● Breyta — Til að breyta stöðu þinni (þegar stöðureiturinn er valinn).
● Virkja — Til að hefja dreifingu á staðsetningu eða upplýsingum um það sem er
í spilun til vina þinna (eftir því hvaða reitur er valinn).
● Afturkalla breytingar — Til að afturkalla breytingar sem þú gerðir á
notandalýsingunni.
● Breyta samn. staðsetn. — Til að velja leiðarmerkin sem þú vilt dreifa til vina
þinna (þegar reiturinn Staðsetningin mín er valinn).
● Hætta samnýtingu — Til að hætta að dreifa staðsetningunni til vina þinna
(þegar reiturinn Staðsetningin mín er valinn).
Mismunandi getur verið hvaða valkostir eru í boði.