Vefstraumar og blogg
Vefstraumar eru XML-skrár á vefsíðum sem eru t.d. notaðar til að samnýta nýjustu
fréttafyrirsagnirnar eða blogg. Blogg eða netblogg er dagbók á netinu. Algengt er
að finna vefstrauma á vef-, blogg- og wiki-síðum.
Vafrinn finnur sjálfkrafa vefstrauma á vefsíðu.
Til að gerast áskrifandi að vefstraum velurðu hann og síðan Valkostir > Áskrift
að vefstraumum.
Til að uppfæra vefstraum velurðu hann og síðan Valkostir > Uppfæra. Einnig er
hægt að uppfæra vefstrauma úr tengiliðastikunni.
Til að skilgreina hvernig á að uppfæra vefstrauma velurðu Valkostir > Stillingar >
Vefstraumar.