
Samnýting hreyfimynda
Notaðu samnýtingu hreyfimynda (sérþjónusta) til að senda rauntíma hreyfimynd
eða myndskeið úr tækinu í samhæft farsímatæki meðan á símtali stendur.
Kveikt er á hátalaranum þegar samnýting hreyfimynda er gerð virk. Ef þú vilt ekki
nota hátalarann í símtölum á meðan hreyfimyndir eru samnýttar má einnig nota
samhæft höfuðtól.
Viðvörun: Stöðug áraun af háum hljóðstyrk getur skaðað heyrn. Hlusta skal
á tónlist á hóflegum hljóðstyrk og ekki halda tækinu nærri eyranu þegar kveikt er
á hátölurunum.