Símhringingu svarað eða hafnað
Ýttu á hringitakkann til að svara símhringingu.
Til að slökkva á innhringingartóni velurðu .
Til að svara hringingu þegar snertiskjárinn er læstur ýtirðu Svara frá vinstri til hægri.
Hægt er að senda textaskilaboð án þess að hafna símtalinu til að láta þann sem
hringdi vita að þú getir ekki svarað í símann. Til að senda svarskilaboðin velurðu
Senda sk.b., breytir texta þeirra og ýtir á hringitakkann.
Ýttu á hætta-takkann ef þú vilt ekki svara símhringingu. Ef þú hefur kveikt á
valkostinum Símtalsflutn. > Símtöl > Ef á tali í símastillingun til að flytja símtöl
er símtal einnig flutt þegar því er hafnað.
Til að opna snertiskjáinn ýtirðu Úr lás frá hægri til vinstri og svarar eða hafnar
hringingunni.
Til að gera textaskilaboðin virk og slá inn staðlað svar velurðu Valmynd >
Stillingar og Hringistillingar > Símtöl > Hafna símtali með skilab. og Texti
skilaboða.