
Lykilorð
Hafðu samband við þjónustuveituna þína ef þú gleymir einhverjum af þessum
aðgangsnúmerum.
● PIN-númer (Personal identification number) — Númerið hindrar að SIM-kortið
sé notað í leyfisleysi. PIN-númerið (4 - 8 tölustafir) fylgir yfirleitt með SIM-kortinu.
Þegar PIN-númerið er slegið rangt inn þrisvar sinnum er númerinu lokað og þá
þarf að slá inn PUK-númerið til að opna það.
● UPIN-númer — Númerið kann að fylgja með USIM-kortinu. USIM-kortið er
endurbætt gerð SIM-korts til að nota í 3G-farsímum.
● PIN2-númer — Númerið (4 - 8 tölustafir) fylgir sumum SIM-kortum og er
nauðsynlegt til að geta notað suma valkosti tækisins.
● Læsingarkóði (einnig kallaður öryggisnúmer) — Læsingarnúmerið hindrar að
tækið sé notað í leyfisleysi. Forstillta númerið er 12345. Hægt er að búa til og
breyta númerinu og láta tækið biðja um númerið. Haltu nýja númerinu leyndu
og á öruggum stað fjarri tækinu. Ef þú gleymir númerinu og tækið er læst þarftu
að leita til þjónustuaðila. Þú getur þurft að greiða viðbótargjald og
Hjálp
© 2010 Nokia. Öll réttindi áskilin.
13

persónulegum gögnum í tækinu kann að verða eytt. Þú getur fengið nánari
upplýsingar hjá Nokia Care þjónustuaðila eða söluaðila tækisins.
● PUK- og PUK2-númer — Þetta númer (8 tölustafir) er nauðsynlegt til að breyta
PIN-númeri eða PIN2-númeri sem hefur verið lokað. Ef númerin fylgja ekki með
SIM-kortinu skaltu hafa samband við þjónustuveituna sem lét þig fá SIM-kortið.
● UPUK-númer — Þetta númer (8 tölustafir) er nauðsynlegt til að breyta lokuðu
UPIN-númeri. Ef númerið fylgir ekki með USIM-kortinu skaltu hafa samband við
þjónustuveituna sem lét þig fá USIM-kortið.
● IMEI-númer (International Mobile Equipment Identity number) — Þetta númer
(15 eða 17 stafir) er notað til að auðkenna gild tæki á GSM-símkerfinu. Hægt er
að útiloka tæki, til dæmis stolin, frá aðgangi að netinu. IMEI-númer tækisins er
að finna undir rafhlöðunni.