Laust minni
Til að sjá hve mikið pláss er laust fyrir ýmsar tegundir gagna velurðu Valmynd >
Forrit > Skrifstofa > Skráastjórn.
Margar aðgerðir tækisins vista gögn og taka þannig upp minni. Tækið gerir þér
viðvart þegar lítið minni er eftir
Hægt er að losa um minni með því að flytja gögn yfir á samhæft minniskort (ef það
er notað) eða yfir í samhæfa tölvu.
Til að fjarlægja gögn sem þú notar ekki lengur skaltu nota Skráastjórnun eða opna
viðkomandi forrit. Hægt er að fjarlægja eftirfarandi:
● Skilaboð í möppunum í Skilaboð og móttekin tölvupóstskeyti úr pósthólfinu
● Vistaðar vefsíður
● Tengiliðaupplýsingar
● Minnispunktur í dagbók
● Forrit sem birtast í stjórnanda forrita og ekki er lengur þörf fyrir
● Uppsetningarskrár (.sis eða .sisx) forrita sem þú hefur sett upp. Flyttu
uppsetningarskrárnar yfir í samhæfa tölvu.
● Myndir og myndskeið í galleríi. Afritaðu skrárnar yfir í samhæfa tölvu.
Hjálp
© 2010 Nokia. Öll réttindi áskilin.
15
2. Tækið tekið í notkun
SIM-korti komið fyrir
Mikilvægt: Til að koma í veg fyrir skemmdir á SIM-kortinu skal alltaf fjarlægja
rafhlöðuna áður en þú setur kortið í eða fjarlægir það.
Mikilvægt: Ekki skal nota mini-UICC SIM-kort, einnig þekkt sem micro-SIM-
kort, micro-SIM-kort með millistykki eða SIM-kort með mini-UICC straumloka (sjá
mynd) í þessu tæki. Micro SIM-kort er minna en venjulegt SIM-kort. Þetta tæki styður
ekki notkun micro SIM-korta og ef ósamhæf SIM-kort eru notuð getur það valdið
skemmdum á minniskortinu eða tækinu sjálfu og gögn sem geymd eru á kortinu
geta skemmst.
Hugsanlega hefur SIM-korti þegar verið komið fyrir í tækinu. Ef ekki
skaltu gera eftirfarandi:
1. Opnaðu SIM-kortsraufina.